Síðasta vídeóleigan lokar

Tími vídeóleigunnar á Íslandi virðist úti. Sú síðasta þeirra, Aðalvídeóleigan við Klapparstíg í Reykjavík, mun loka fyrir fullt og allt um næstu mánaðamót.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu Aðalvídeóleigunnar. Þar segir:

Jæja elsku bestu viðskiptavinir til margra ára og allir aðrir til sjávar og sveita. Nú er komið að þessu…Aðalvideoleigan…Síðasta kvikmyndaleigan í fullum rekstri á íslandi er loka núna um næstu mánaðarmót.

Frá og með morgundeginum 10 mars verður ótrúlegt úrval titla á dvd til sölu, frá öllum heimshornum og allar gerðir af kvikmyndum. Gerið mér nú síðasta greiðan dreifið þessari tilkynningu og komið til að hjálpa mér að loka, svo að ég komist frá uppsöfnuðu tapi síðustu tveggja ára, svona eins vel og hægt er.

Það gerir maður/kona með því að koma og kaupa myndir eða gefa eitthvað smáræði í lokunarsjóðinn. Söfnunarkrukkan verður á borðinu og fyrir þá sem vilja millifæra þá er það. (Aðalfélagið 570914 0490 – 0301-26-004907)

Þessir aurar munu koma hundraðfalt til baka
Þökkum innilega fyrir okkur.
Aðalvideoleigan
Klapparstíg 37
fös-lau 18:00 til 23:30

Verið velkomin
Aðal-Reynir

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR