Samtals voru 19 nýjar íslenskar bíómyndir og heimildamyndir sýndar í kvikmyndahúsum 2022, miðað við 20 árið 2021.
11 nýjar bíómyndir litu dagsins ljós (10 myndir 2021). Frumsýndar heimildamyndir voru níu talsins, miðað við 10 árið 2021. Tvær eldri bíómyndir voru endursýndar á árinu og tvær bíómyndir voru áfram í sýningum frá 2021.
Heildaraðsókn dregst saman milli ára. Heildaraðsókn á íslensk verk í bíó nam 77.662 gestum miðað við 85.406 gesti 2021. Þetta er um 9% samdráttur milli ára. Tæpur þriðjungur heildaraðsóknar var á eina mynd, Allra síðustu veiðiferðina.
Heildartekjur námu um 127,6 milljónum króna miðað við 145 milljónir króna árið 2021.
Allra síðasta veiðiferðin er mest sótta bíómyndin en vinsælasta heimildamynd ársins er Velkominn Árni.
Hlutfall íslenskra kvikmynda af heildaraðsókn er rúm 9%.
Meðalaðsókn á íslenskar bíómyndir 2022 er 11,361 gestur.
Hér að neðan má sjá listann yfir aðsókn og tekjur á íslenskar kvikmyndir 2022. Athugað að röðun á listann er eftir aðsókn, sem er ákvörðun Klapptrés.
HEITI | DREIFING | TEKJUR | AÐSÓKN |
Allra síðasta veiðiferðin | Myndform | 45.126.861 kr. | 24.258 |
Abbababb | Sena | 18.759.331 kr. | 12.128 |
Svar við bréfi Helgu | Sena | 17.339.588 kr. | 9.942 |
Berdreymi | Sena | 15.593.480 kr. | 9.694 |
Svartur á leik (endursýningar) | Sena | 6.772.372 kr. | 4.419 |
Sumarljós og svo kemur nóttin | Sena | 7.216.428 kr. | 4.182 |
Skjálfti | Sena | 6.270.448 kr. | 4.047 |
Sérsýningar: íslenskar heimildamyndir** | Bíó Paradís | 2.837.794 kr. | 2.568 |
Þrot | Myndform | 1.371.200 kr. | 1.330 |
Jólamóðir | Samfilm | 1.355.069 kr. | 1.231 |
Velkominn Árni** | Bíó Paradís | 1.180.660 kr. | 832 |
Harmur | Samfilm | 833.556 kr. | 642 |
Regína (endursýningar) | Samfilm | 788.755 kr. | 551 |
Band** | Sena | 609.419 kr. | 516 |
Sundlaugasögur** | Bíó Paradís | 500.670 kr. | 453 |
It Hatched | Myndform | 547.605 kr. | 452 |
Uglur | Bíó Paradís | 245.238 kr. | 259 |
Leynilögga*** | Samfilm | 229.041 kr. | 134 |
Wolka*** | Bíó Paradís | 36.856 kr. | 24 |
ALLS | 127.614.371 kr. | 77.662 |
HEIMILD: FRÍSK | *Enn í sýningum, tölur eingöngu 2022 | **Heimildamyndir | ***Frumsýnd 2021, tölur eingöngu 2022.