Sagafilm hefur auglýst eftir deildarstjóra Dagskrárdeildar. Leitað er að öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á dagskrár- og heimildamyndagerð og getur unnið í krefjandi en skemmtilegu starfsumhverfi, segir í auglýsingu.
Dagskrárstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri dagskrár- og heimildamyndagerðar í Sagafilm og vinnur í nánu samstarfi við dagskrárstjóra sjónvarpsstöðva á Íslandi og víðsvegar um heiminn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun verkefna og gerð kynningarefnis og kostnaðar- og fjármögnunaráætlana fyrir verkefni, upptökur og útsendingar
- Samningagerð og eftirfylgni samninga við viðskiptavini
- Undirbúningur, gerð og eftirfylgni styrktarumsókna í sjóði, ef svo ber undir
- Útbýr framleiðsluáætlanir frá undirbúningi og þróun til loka eftirvinnslu í samráði við viðskiptavini
Menntunar- og hæfniskröfur
- Mikil reynsla á sviði dagskrár- og heimildamyndagerðar er skilyrði
- Mjög góð íslensku og ensku kunnátta
- Mjög mikilvægt að vera góður í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfileikar, góð yfirsýn og öguð vinnubrögð
- Mjög góð tölvukunnátta