Íslenskar kvikmyndir unnu til 26 verðlauna á alþjóðlegum vettvangi árið 2021. Hér að neðan er að finna samantekt á þeim.
Leiknar kvikmyndir:
Birta (leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson)
Kristín Erla Pétursdóttir vann til DIAMANT verðlaunanna sem besta unga leikkonan (Best Child Actor) á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni SCHLINGEL sem fór fram í Þýskalandi dagana 9. – 16. október.
Margrét Júlía Reynisdóttir var valin af dómnefnd sem besta unga leikkonan á barnakvikmyndahátíðinni KIKIFe, sem fór fram dagana 18. – 24. október í Þýskalandi.
Dýrið (leikstjóri: Valdimar Jóhannsson)
Var valin frumlegasta myndin í Un Certain Regard keppninni á Cannes kvikmyndahátíðinni sem fór fram dagana 6. – 17. júlí í Cannes Frakklandi.
Var valin besta myndin á Sitges Fantasy Film Festival á Spáni og aðalleikkonan Noomi Rapace var valin besta leikkonan.
Peter Hjorth og Fredrik Nord unnu til verðlauna fyrir tæknibrellur á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum.
Leynilögga (leikstjóri: Hannes Þór Halldórsson)
Vann til verðlauna sem besta frumraunin (Prize of the Friends) á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck í Þýskalandi sem fór fram dagana 3. – 7. nóvember.
Þorpið í bakgarðinum (leikstjóri: Marteinn Þórsson)
Vann til verðlauna fyrir bestu kvikmyndina og besta handritið á Vienna Independent Film Festival sem fór fram dagana 1. – 4. nóvember.
Heimildamyndir:
A Song Called Hate (leikstjóri: Anna Hildur Hildibrandsdóttir)
Var valin besta heimildamyndin í flokki lengri mynda á SeeYouSound tónlistarkvikmyndahátíðinni sem fram fór fram dagana 19. – 25. febrúar á Ítalíu.
Var valin besta norræna heimildamyndin á Oslo Pix hátíðinni sem fór fram í Noregi dagana 31. maí – 10. júní
Humarsúpa (leikstjórar: Pepe Andreu og Rafael Molés)
Vann til CGIL Prize for the Close Up – La Sortie de l’Usine fyrir bestu heimildamyndina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Bergamo Film Meeting sem fór fram dagana 24. apríl – 2.maí.
Hækkum rána (leikstjóri: Guðjón Ragnarsson)
Hlaut tvenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátðinni Filem’On sem fór fram í Belgíu dagana 27. október – 6. nóvember. Valin besta myndin af bæði aðal dómnefnd hátíðarinnar og einnig af dómnefnd skipuð börnum á aldrinum 8-13 ára.
Hvunndagshetjur (leikstjóri: Magnea Björk Valdimarsdóttir)
Magnea Björk Valdimarsdóttir var kosin besti kvenkyns kvikmyndagerðarmaðurinn á Barcelona International Film Festival í október.
Valin besta heimildamynd í fullri lengd á Istanbul Film Awards í nóvember.
Valin besta heimildamynd í fullri lengd á Eastern Europe International Movie Awards í Tyrklandi í nóvember.
Valin besta heimildamynd í fullri lengd á Auber International Film Festival í Frakklandi í október.
Stuttmyndir:
Ágústhiminn (leikstjóri: Jasmin Tenucci)
Hlaut sérstaka viðurkenningu eða „special mention“ í stuttmyndaflokki Cannes kvikmyndahátíðarinnar sem fór fram dagana 6. – 17. júlí í Cannes Frakklandi.
Dalía (leikstjóri: Brúsi Ólason)
Hlaut sérstök verðlaun dómnefndar á Euregion hátíðinni sem fór fram í Hollandi dagana 1. – 7. mars.
Eggið (leikstjóri: Haukur Björgvinsson)
Vann verðlaunin Best Sci-Fi/Fantasy á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Bolton, Englandi, 6. – 17. október.
Selshamurinn, (leikstjóri: Ugla Hauksdóttir)
Hlaut verðlaunin „Best International Fiction“ á Leiria kvikmyndahátíðinni í Portúgal, 27. – 30. maí.
Hlaut verðlaunin „Best Original Soundtrack“ á kvikmyndahátíðinni Dieciminuti á Ítalíu, 3. – 7. ágúst. Herdís Stefánsdóttir samdi tónlist.
Var valin besta stuttmyndin á WIFF kvikmyndahátíðinni í Litháen, 27. – 29. ágúst.
Leikið sjónvarpsefni:
Verbúð, (leikstjórar: Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson, María Reyndal)
Vann til aðalverðlauna í alþjóðlegri keppni á Series Mania sjónvarpsþáttahátíðinni í Lille í Frakklandi, 26. ágúst – 2. september.
Hlaut dómnefndarverðlaun á Serielizados Fest á Spáni, 20 – 25. október.