Herdís Stefánsdóttir á lista IndieWire yfir bestu tónlist ársins í kvikmyndum og þáttaröðum

Tónlist Herdísar Stefánsdóttur tónskálds í þáttaröðinni Y: The Last Man, er á lista fagmiðilsins IndieWire yfir bestu tónlist ársins í flokki kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Fréttablaðið greinir frá:

Herdís er sem fyrr segir tónskáld, lagahöfundur og raftónlistarkona. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í kvikmyndatónlist frá New York háskólanum árið 2017.

Eftir útskrift hefur hún samið tónlist fyrir tvær kvikmyndir, HBO þáttaseríu, nokkrar stuttmyndir og nú fyrir þættina Y: The Last Man.

Herdís var starfsnemi hjá tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sem var tvisvar tilnefndur til Óskarsverðlauna.

Þættirnir Y: The Last Man eru byggðir á samnefndri teiknimyndasögu. Y er síðasti eftirlifandi karlmaðurinn á jörðinni sem gerist í heimi eftir heimsenda.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR