Andlát | Gísli Alfreðsson 1933-2021

Gísli J. Al­freðsson leikari og fyrr­ver­andi þjóðleik­hús­stjóri lést á Land­spít­al­an­um síðastliðinn miðviku­dag, 28. júlí, 88 ára að aldri.

Þetta kemur fram á mbl.is og þar segir einnig:

Gísli Jakob fædd­ist 24. janú­ar 1933 og ólst upp í Kefla­vík. For­eldr­ar hans voru Al­freð Gísla­son, bæj­ar­fóg­eti og sýslumaður í Kefla­vík, (1905-1976) og Vig­dís Jak­obs­dótt­ir (1906-2001).

Strax á barns­aldri steig Gísli fyrst á leik­svið, þ.e. með barna­stúku í Kefla­vík og var þátt­tak­andi í út­varps­leik­rit­um. Gísli stundaði nám í Leik­list­ar­skóla Ævars Kvar­an sam­hliða mennta­skóla­námi, lauk stúd­ents­prófi frá MR og stundaði nám í raf­magns­verk­fræði í tvö ár við Technische Hochschule í München. Sneri sér þó fljót­lega að leik­list­inni og hóf nám við Leik­list­ar­skóla Kammer­spieleleik­húss­ins í München.

Að námi loknu starfaði Gísli við Resi­denz-Thea­ter í München í eitt ár auk þess sem hann var aðstoðarleik­stjóri við þátta­gerð í sjón­varpi. Gísli leik­stýrði nokkr­um verk­um hjá Grímu eft­ir heim­kom­una og var leik­ari við Þjóðleik­húsið 1962-1983. Hann var þjóðleik­hús­stjóri 1983-1991 og skóla­stjóri Leik­list­ar­skóla Íslands 1992-2000. Þá leik­stýrði hann fjölda leik­rita í út­varpi og sjón­varpi. Eft­ir starfs­lok hjá Þjóðleik­hús­inu lék Gísli í nokkr­um kvik­mynd­um, m.a. þýsk­um mynd­um. Þá þýddi Gísli á ann­an tug leik­rita fyr­ir leik­svið og út­varp, var lengi í stjórn Fé­lags ís­lenskra leik­ara og formaður þess 1975-1983.

Gísli kvænt­ist í apríl 1967 Guðnýju Árdal (f. 1939), fyrrv. rit­ara. Gísli var áður kvænt­ur Ju­lia­ne Michael leik­konu en þau skildu. Börn Gísla og Guðnýj­ar eru Anna Vig­dís Gísla­dótt­ir (f. 1967) og Al­freð Gísla­son (f. 1975). Stjúp­börn Gísla eru Helga Elísa­bet Þórðardótt­ir (f. 1956), Úlfar Ingi Þórðar­son (f. 1959), Ein­ar Sveinn Þórðar­son (f. 1961) og Þórður Jón Þórðar­son (f. 1963). Dótt­ir Gísla frá því áður er Elfa Gísla­dótt­ir (f. 1955). Afa- og langafa­börn­in eru alls sautján.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR