Stjórn ÍKSA hefur afráðið að Edduverðlaunin 2021 verði veitt með haustinu með það að markmiði að halda hefðbundna Edduhátíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórn ÍKSA.
Þar segir ennfremur:
Þegar nær dregur verður tilkynnt um útfærslu á verðlaunaafhendingunni og sjónvarpsútsendingu í tengslum við hana.
Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna þann 26. mars síðastliðinn. Netvarp Eddunnar mun opna fyrir akademíumeðlimi þriðjudaginn 20. apríl. Akademíumeðlimir geta kosið á tímabilinu 27. apríl – 4. maí 2021.
Niðurstöður kosninga verða ekki gerðar opinberar fyrr en við afhendingu verðlaunanna í haust.