Kvikmynd Ásthildar Kjartansdóttur, Tryggð, var verðlaunuð á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Cinema e Donne í Flórens síðastliðinn föstudag. Verðlaunin sem bera heitið „Sigillo della pace“ eða friðarverðlaunin voru veitt af borgarstjóra Flórensborgar, Dario Nardella.
Í viðurkenningu borgarstjóra segir:
Myndin fjallar um brýnt málefni í landi þar sem jafnrétti er í hávegum haft. Málið snýst nefnilega ekki eingöngu um lagasetningu og góðan ásetning heldur um menningu og (tilvistar-) venjur sem menn standa frammi fyrir en takast oft á um.
Þessi fallega kvikmynd Ásthildar Kjartansdóttur sýnir þetta og með snjallri og skarpri nálgun sinni og mikilli mannlegri næmni boðar verk Ásthildar að sniðganga ekki hagsmunaárekstra heldur að vinna að sáttum.