Litla Moskva, ný heimildarmynd eftir Grím Hákonarson fer í almennar sýningar í Bíó Paradís föstudaginn 16. nóvember. Myndin fjallar um Neskaupstað og hvernig bærinn hefur breyst í tímans rás, frá því að sósíalistar réðu ríkjum í bænum og til dagsins í dag.
Á sama tíma mun tónlist myndarinnar eftir Valgeir Sigurðsson verða gefin út afBedroom Comunity.
Á tímum kalda stríðsins komust íslenskir sósíalistar sjaldan til áhrifa í stjórnmálum. Landinu var stjórnað af hægri- og miðjuflokkum sem hölluðu sér til vesturs; við vorum í NATO og með bandaríska herstöð í Keflavík. Það var aðeins einn staður á landinu sem að sósíalistar réðu; Neskaupstaður. Þeir komust til valda árið 1946 og stýrðu bænum í 52 ár.
Margrét Seema Takyar og Tómas Tómasson sáu um kvikmyndatöku, klippingu annaðist Janus Bragi Jakobsson, Valgeir Sigurðsson sá um tónlist og Huldar Freyr Arnarson gerði hljóð.