Vilius Petrikas kvikmyndagerðarmaður er einn þeirra sem fá tilnefningu til Daytime Emmy verðlaunanna bandarísku fyrir framúrskarandi kvikmyndatöku þáttanna Ocean Treks sem meðal annars voru myndaðir hér á landi.
Mannlíf ræðir við Vilius og þar segir meðal annars.
„Þótt ég sé nú mikill vinnuþjarkur og hugsa yfirleitt stórt þá skal ég viðurkenna að ég sá þetta bara alls ekki fyrir, þetta kom rosalega á óvart,“ segir Vilius Petrikas, hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Hero Productions, en hann hefur verið tilnefndur til Emmy-verðlauna (Emmy Daytime Awards) fyrir tökur (outstanding cinematography) á bandaríska ferðaþættinum Ocean Treks.
Tilnefningunni deilir Vilius með þremur úr erlendu tökuliði sem kom hingað til lands í fyrrasumar til að taka þáttinn upp en þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslenskur tökumaður kemur til álita í þessum flokki.
Daytime Emmy Awards hafa verið veitt síðan 1972, en verðlaunahátíðin fer yfirleitt fram á vorin. Emmy verðlaunin, þar sem veitt hafa verið verðlaun fyrir efni á kjörtímadagskrá allt frá 1949, eru veitt á haustin. Reglur Daytime Emmy Awards kveða meðal annars á um að tilnefndur þáttur skuli hafa verið á dagskrá milli 2 að nóttu og 18 á kvöldin.
Sjá nánar hér: „Skrítið að vera tilnefndur til stærstu sjónvarpsverðlauna í heimi“ – Mannlíf