spot_img

Hugrás um „Rökkur“: Margt býr í rökkrinu

Sigurður Þór Óskarsson og Björn Stefánsson í Rökkri.

„Óhætt er jafnframt að segja að Erlingur sé nákunnugur hefðinni og byggingaþáttum hryllingsmynda, Rökkur ber þess einkar skýr merki, og úr þessum efnivið er unnið á framúrskarandi máta,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson um Rökkur eftir Erling Óttar Thoroddsen á Hugrás.

Björn Þór segir meðal annars:

Rökkur er hins vegar „hreinræktuð“ hryllingsmynd í þeim skilningi að táknbúningur hennar, helstu stef, myndbygging og frásagnaráherslur eiga öll rætur að rekja í hryllingshefðina. Óhætt er jafnframt að segja að Erlingur sé nákunnugur hefðinni og byggingaþáttum hryllingsmynda, Rökkur ber þess einkar skýr merki, og úr þessum efnivið er unnið á framúrskarandi máta. Myndræn hlið verksins er fagmannleg; vel er unnið með innirýmið og úttökur á Snæfellsnesi eru oft tilþrifamiklar án þess að vera þungar eða blætisgera náttúruna. Ákveðin sjálfsvitund gerir vart við sig þegar einu helsta framvindustefi greinarinnar er beitt, hinni svokölluðu bregðu (nafnorð, þýðing á enska hugtakinu jump scare), með þeim hætti að Einar hoppar inn í rammann og bregður þannig bæði Gunnari og áhorfendum. Annars er þessari heldur ofnotuðu aðferð beitt sparlega í myndinni, og má raunar lýsa efnistökunum í heild sem fíngerðum. Ókennileikinn er byggður upp taktfast og með útsjónarsömu öryggi. Þegar upp er staðið og púslin hafa raðast á sinn stað er það sálfræðileg vídd myndarinnar sem gerir útkomuna jafn sterka og raun ber vitni. Þetta er mynd um eftirköst mistaka og óuppgerðra mála, glötuð tækifæri og trega, og framúrskarandi sem slík.

Sjá nánar hér: Margt býr í rökkrinu | Hugrás

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR