Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson hlaut aðalverðlaunin á þýsku kvikmyndahátíðinni Fantasy Film Fest en tíu kvikmyndir tóku þátt í aðalkeppninni. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Hátíðin er haldin í 31. skipti í ár og fór fram í sjö stærstu borgum Þýskalands í september.
Í umsögn dómara segir að Ég man þig sé sálfræðihrollvekja og ein svakalegasta draugamynd seinni ára. Þá er sagt að handritið sé listilega vel skrifað, kvikmyndatakan öll hin glæsilegasta undir styrkri leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Umsögnin er botnuð með þeim orðum að svona eigi að gera alvöru kvikmynd.
Morgunblaðið skýrir frá: Ég man þig vinnur til verðlauna í Þýskalandi