[Stikla] Stuttmyndin „Örmagna“

Franski leikstjórinn Arnaud Siad, sem búsettur er á Íslandi, hefur unnið stuttmynd ásamt Jóhanni Jóhannssyni leikara. Myndin kallast Örmagna og var tekin upp á Suðurlandi í vor.

Myndnni er svo lýst:

Ungur maður bíður strætisvagns sem aldrei kemur. Líf hans umturnast þegar hann neyðist til að takast á við sinn dýpsta ótta.

Myndin hefur verið valin til þátttöku á Västerås hátíðina í Sviþjóð og verður væntanlega einnig á RIFF í lok mánaðarins, en Siad mun taka þar þátt í Reykjavik Talent Lab.

Nánari upplýsingar eru á www.arnaudsiad.com.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR