Þessar myndir eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Hjartasteinn.

Tilkynnt hefur verið um þær fimm myndir sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þær eru allar fyrstu kvikmyndir leikstjóra í fullri lengd.

Kvikmyndirnar fimm sem tilnefndar eru:

Finnland: Little Wing (á frummáli: Tyttö nimeltä Varpu) í leikstjórn Selma Vilhunen (leikstjóri, handrit) Framleiðendur: Kai Nordberg, Kaarle Aho.

Danmörk: Parents (á frummáli: Forældre) í leikstjórn Christian Tafdrup (leikstjóri, handrit). Framleiðandi: Thomas Heinesen.

Ísland: Hjartasteinn (enskur titill: Heartstone) í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar (leikstjóri, handrit). Framleiðendur: Anton Máni Svansson, Lise Orheim Stender, Jesper Morthorst og Guðmundur Arnar Guðmundsson.

Noregur: Hunting Flies (á frummáli: Fluefangere) í leikstjórn Izer Aliu (leikstjóri, handrit). Framleiðandi: Khalid Maimouni.

Svíþjóð: Sami Blood (á frummáli: Sameblod) í leikstjórn Amanda Kernell (leikstjóri, handrit). Framleiðandi: Lars G. Lindström.

Kvikmyndaverðlaunin verða veitt mynd sem hefur mikið menningarlegt gildi, er framleidd á Norðurlöndum, er í fullri lengd og gerð til sýningar í kvikmyndahúsum. Myndin verður að hafa verið frumsýnd í kvikmyndahúsum á tímabilinu 1. júlí 2016 til 30. júní 2017. Verðlaunaupphæðin nemur 350 þúsund dönskum krónum og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda.

Louder Than Bombs í leikstjórn Joachim Trier hlaut verðlaunin árið 2016, en tvisvar sinnum hafa verðlaunin verið veitt íslenskum kvikmyndum, 2014 (Hross í oss) og 2015 (Fúsi).

Vinningshafinn verður tilkynntur við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 1. nóvember 2017 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR