Samdráttur í veltu fyrstu mánuði ársins

Fyrstu vísbendingar um veltuna í íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum á þessu ári má sjá í nýju grafi sem Hilmar Sigurðsson hefur gert og byggir á gögnum Hagstofunnar. Veltutölur fyrir tímabilið janúar-apríl sýna um helmings lækkun frá sambærilegu tímabili síðasta árs en engu að síður er þetta þriðja hæsta veltan í sögunni.

Líkt og sést á grafinu var árið í fyrra algjört metár – og kannski eðilegra að líta á það sem frávik. Hinsvegar má einnig spyrja hvort hækkandi króna valdi hér einhverju um, þar sem afar stór hluti veltunnar felst í umsvifum erlendra kvikmyndaverkefna á Íslandi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR