Baltasar kynnir spennuþætti um Kötlu í Berlín

Baltasar Kormákur. (Mynd: Lilja Jónsdóttir)

Baltasar Kormákur hefur í hyggju að gera sjónvarpsþætti þar sem eldfjallið Katla verður í ákveðnu aðalhlutverki. Hugmyndin er að þættirnir gerist í Reykjavík þegar Katla hefur gosið samfellt í tvö ár með tilheyrandi eignatjóni og hættu fyrir þá sem eru í landinu.

Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur eftir Variety. Þar segir ennfremur:

Baltas­ar greindi frá þessu á kvik­mynda­hátíðinni í Berlín sem stend­ur yfir þessa dag­ana sam­kvæmt um­fjöll­un á vefsíðu tíma­rits­ins Variety. Sjón­varpsþætt­irn­ir verða á ís­lensku og ensku og hafa er­lend­ir fram­leiðend­ur sjón­varps­efn­is þegar sýnt verk­efn­inu áhuga.

Baltas­ar sagði að Ísland væri til­valið sögu­svið fyr­ir slíka sjón­varpsþætti þar sem aðeins 300 þúsund manns byggju í land­inu en tvær millj­ón­ir ferðamanna kæmu til þess á ári hverju. Nátt­úru­ham­far­ir af þess­ari stærðargráðu hefðu því gríðarlega áhrif.

Fram kem­ur í um­fjöll­un­inni að þætt­irn­ir yrðu vænt­an­lega tekn­ir upp í kvik­mynda­veri Baltas­ars sem væri verið að koma upp í Reykja­vík. Fyrsta þætt­in­um verði að minnsta kosti leik­stýrt af hon­um sjálf­um en hann ætli að fram­leiða þá í nafni Reykja­vik Studi­os.

Haft er eft­ir Baltas­ari að hann hefði áhuga á að not­ast við sama fyr­ir­komu­lag og við tök­ur á sjón­varpsþátt­un­um Ófærð þar sem fengn­ar hafi verið von­ar­stjörn­ur á sviði leik­stjórn­ar, bæði frá Íslandi og öðrum lönd­um, til þess að vinna við gerð þátt­anna.

Sjá nánar hér: Baltasar með spennuþætti um Kötlu

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR