Í nýútkominni skýrslu sem Capacent vann fyrir FRÍSK, félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum, kemur meðal annars fram að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur stuðning stjórnvalda við kvikmyndagerð mikilvægan.
Í skýrslunni, sem kallast Umsvif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi, er tæpt á fjölmörgum atriðum sem lúta að greininni. Má þar nefna:
- Heildarveltutölur
- Sundurgreindar veltutölur
- Samanburður veltu við aðrar starfsgreinar
- Fjöldi ársverka
- Afkoma greinarinnar
- Skattekjur hins opinbera af greininni (um helmingi meiri en fjárfesting hins opinbera til kvikmyndagerðar)
Þá er birt könnun sem Gallup vann þar sem Íslendingar eru spurðir um neysluhegðun sína sem og viðhorf gagnvart stuðningi við kvikmyndagerð í ýmsu formi.
Skýrsluna í heild má nálgast hér: Umsvif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi