spot_img

Netflix opnaði á Íslandi í dag

netflix-islandNetflix er komið til Íslands, hægt er að skrá sig hér.

Viðskiptablaðið fjallar um málið:

Myndstreymisþjónustan bandaríska Netflix hefur nú opnað fyrir aðgengi Íslendinga að vefsíðu sinni. Nú geta íslenskir viðskiptavinir skráð sig inn á síðuna notandi íslenska IP-tölu vandkvæðalaust. Viðskiptavinum býðst þá að skrá sig í þjónustuna og fá einn mánuð gjaldfrjálsan.

Verðlagning þjónustunnar er þrískipt – en hægt er að kaupa mismikil gæði í þjónustunni. Byrjunarverð þjónustunnar er 1132 krónur á mánuði eða 8 evrur. Þá fær notandinn ótakmarkað aðgengi að öllu því myndefni sem Netflix hefur upp á að bjóða, en ekki í háskerpugæðum.

Næsta þrep að ofan er tveimur evrum dýrara, eða 1415 krónur á mánuði. Innifalið eru háskerpugæðin og aukalegur skjár, en sleppt úr er svokallað Ultra-HD. Fyrir tvær evrur enn, eða 1700 krónur, færðu aðgengi að tveimur skjám til viðbótar sem og Ultra-háskerpugæðanna.

Ísland er eitt þeirra 130 landa sem var að bætast í hóp þeirra sem hljóta nú aðgengi að þjónustunni, en tilkynnt var um aðgengisaukninguna á Consumer Electronics Show í Las Vegas í dag.

Sjá nánar hér: Viðskiptablaðið – Netflix opnar á Ísland

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR