„Þrestir“ fær verðlaun í Chicago

þrestir-still-báturÞrestir Rúnars Rúnarssonar hlaut Silver Hugo verðlaunin í flokki nýrra leikstjóra á Chicago International Film Festival í gærkvöldi. Hátíðin er elsta og ein virtasta kvikmyndahátíðin í Bandaríkjunum.

Silver Hugo eru þriðju stóru verðlaunin sem Þrestir hlýtur, en áður var hún verðlaunuð á kvikmyndahátíðinni í Varsjá í Póllandi og fyrr í haust hlaut hún aðalverðlaun San Sebastian hátíðarinnar á Spáni.

Þess má og geta að samanlagður fjöldi verðlauna sem íslenskar myndir hafa fengið á alþjóðlegum vettvangi í ár er orðin jafnmikill og allt síðasta ár. Enn eru tveir mánuðir eftir af árinu og því má gera ráð fyrir að heildarfjöldi verðlauna verði töluvert yfir síðasta ári (alls 34 verðlaun þá) – enda hefur árið verið einstakt varðandi móttökur íslenskra kvikmynda á hátíðum á árinu, líkt og sjá má hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR