Lionsgate, framleiðandi kvikmyndaseríunnar The Hunger Games, hefur tilnefnt fimm unglingsstúlkur úr Reykjavík til úrslita í stuttmyndakeppni í Los Angeles í Bandaríkjunum. Keppt er í myndrænni túlkun á sagnaheiminum.
Stúlkurnar Anastazja, Elín, Jana, Melkorka og Stefanía, sem í dag eru 15, 16 og 17 ára, gerðu stuttmynd í byrjun árs 2013 sem byggir á The Hunger Games, en kvikmyndafyrirtæki þeirra Extura Productions hefur gert nokkrar myndir sem hafa fengið samtals milljón áhorf á YouTube.
Lionsgate valdi mynd Extura Productions ásamt 4 öðrum til úrslita í stuttmyndakeppninni sem fram fer 31.október í Los Angeles. Skoða má allt um málið á vef Lionsgate hér.
Fyrsta hluta af mynd stúlknanna má skoða hér að neðan (hlutarnir eru alls sex og má finna alla á YouTube: