Þrestir Rúnars Rúnarssonar hlaut aðalverðlaunin í svokölluðum 1-2 flokki á kvikmyndahátíðinni í Varsjá í Póllandi sem lauk í kvöld. 1-2 flokkurinn vísar í að myndin sé fyrsta eða önnur mynd leikstjóra.
Í umsögn dómefndar segir að myndin hljóti verðlaunin fyrir meistaralega og ljóðræna frásögn af andhetju, með ógleymanlegum húmanískum endapunkti.
Rúnar tók á móti verðlaununum, en skammt er síðan myndin hlaut Gullnu skelina í San Sebastian. Myndin er á leið á fjölmargar hátíðir á næstu vikum og mánuðum.