Heimildamyndin „Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum“ frumsýnd á morgun, stikla hér

sviptar sjálfræði stillHeimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum: lauslæti og landráð verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun. Sýningar verða síðan daglega á myndinni til 11. október. Alma Ómarsdóttir stýrir gerð myndarinnar sem lýsir þeirri afar ómannúðlegu meðferð sem svokallaðar „ástandsstúlkur“ þurftu að sæta á sínum tíma.

Skömmu eftir hernámið í seinni heimsstyrjöldinni fór allt á annan endann í íslensku samfélagi vegna samskipta kvenna við setuliðið. „Ástandsstúlkur“ voru fordæmdar í dagblöðum og ráðamenn þjóðarinnar töluðu um að lauslæti og skækjulifnaður ógnaði íslensku þjóðerni og þjóðarsóma. Í kjölfarið var gripið til fordæmalausra mannréttindabrota; sjálfræðis- og frelsissviptinga ungra kvenna undir yfirskyni björgunar.

Ingi R. Ingason sá um myndatöku, Karl Olgeirsson gerði tónlist og Hrafnkell Sigurðsson annaðist hljóðsetningu.

Stiklu má skoða hér að neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR