Heimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum: lauslæti og landráð verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun. Sýningar verða síðan daglega á myndinni til 11. október. Alma Ómarsdóttir stýrir gerð myndarinnar sem lýsir þeirri afar ómannúðlegu meðferð sem svokallaðar „ástandsstúlkur“ þurftu að sæta á sínum tíma.
Skömmu eftir hernámið í seinni heimsstyrjöldinni fór allt á annan endann í íslensku samfélagi vegna samskipta kvenna við setuliðið. „Ástandsstúlkur“ voru fordæmdar í dagblöðum og ráðamenn þjóðarinnar töluðu um að lauslæti og skækjulifnaður ógnaði íslensku þjóðerni og þjóðarsóma. Í kjölfarið var gripið til fordæmalausra mannréttindabrota; sjálfræðis- og frelsissviptinga ungra kvenna undir yfirskyni björgunar.
Ingi R. Ingason sá um myndatöku, Karl Olgeirsson gerði tónlist og Hrafnkell Sigurðsson annaðist hljóðsetningu.
Stiklu má skoða hér að neðan.