American Cinematographer birtir eitt af sínum kunnu viðtölum við tökumenn á vef sínum. Að þessu sinni er rætt við Salvatore Totino tökumann Everest um verkefnið og einnig spjallað við Baltasar Kormák leikstjóra myndarinnar.
Totino er kunnur tökumaður í bandarískum kvikmyndum, hefur meðal annars myndað margar mynda Ron Howard, þar á meðal The Da Vinci Code, Cinderella Man, Frost/Nixon og Angels and Demons. Hann myndaði einnig Any Given Sunday fyrir Oliver Stone.
Í viðtalinu fer Totino ítarlega í gegnum þær áskoranir sem kvikmyndagerðarmennirnir stóðu frammi fyrir á mismunandi tökustöðum og hvaða aðferðum og tækjabúnaði þeir beittu til að leysa málin.
Óhætt er að mæla með þessu fróðlega viðtali, það má lesa hér.