Salvatore Totino ræðir tökurnar á „Everest“ við American Cinematographer

Salvatore Totino tökumaður Everest og Baltasar Kormákur leikstjóri á tökustað í Nepal.
Salvatore Totino tökumaður Everest og Baltasar Kormákur leikstjóri á tökustað í Nepal.

American Cinematographer birtir eitt af sínum kunnu viðtölum við tökumenn á vef sínum. Að þessu sinni er rætt við Salvatore Totino tökumann Everest um verkefnið og einnig spjallað við Baltasar Kormák leikstjóra myndarinnar.

Totino er kunnur tökumaður í bandarískum kvikmyndum, hefur meðal annars myndað margar mynda Ron Howard, þar á meðal The Da Vinci Code, Cinderella Man, Frost/Nixon og Angels and Demons. Hann myndaði einnig Any Given Sunday fyrir Oliver Stone.

Í viðtalinu fer Totino ítarlega í gegnum þær áskoranir sem kvikmyndagerðarmennirnir stóðu frammi fyrir á mismunandi tökustöðum og hvaða aðferðum og tækjabúnaði þeir beittu til að leysa málin.

Óhætt er að mæla með þessu fróðlega viðtali, það má lesa hér.

 

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR