Töluverður umsnúningur varð á rekstri Sagafilm á síðasta ári. Félagið tapaði 53 milljónum króna, samanborið við 66 milljóna króna hagnað árið 2013. Velta Sagafilm-samstæðunnar nam 938 milljónum króna, samanborið við 2.485 milljóna króna veltu árið 2013.
Vísir segir frá:
Samstæða Sagafilm tekur til móðurfélagsins ásamt dótturfélögum sem eru Sigurvegarinn, Atlantshafsróðurinn, Dead Snow, Með okkar augum, Stelpurnar TV, Patchwork (Danmörku), og Moland Film (Noregi).
Rekstrartap samstæðunnar fyrir afskriftir nam 10,5 milljónum króna á síðasta ári, samanborið við 124 milljóna króna hagnað árið 2013. Tap ársins fyrir skatta nam 64 milljónum króna, samanborið við 83 milljóna króna hagnað árið 2013. Eignir samstæðunnar námu 941 milljón króna og drógust saman um 205 milljónir króna milli ára. Handbært fé nam 252 milljónum króna í árslok 2014 og jókst töluvert úr 66 milljónum króna árið áður.
Nokkrar breytingar urðu á stjórn félagsins í september og tók Guðný Guðjónsdóttir við starfi forstjóra af Ragnari Agnarssyni.
Sjá hér: visir.is