Heimildamyndin Ég vil vera skrítin (I Want to be Weird) verður frumsýnd í Bíó Paradís kl. 20 fimmtudaginn 3. september næstkomandi. Stjórnandi myndarinnar er Brynja Dögg Friðriksdóttir og er þetta hennar fyrsta mynd í fullri lengd.
Ég vil vera skrítin fjallar um bresku listakonuna Kitty Von-Sometime sem hefur verið búsett á Íslandi í tíu á
Hver þáttur er einstakur og byggist upp ákveðinni hugmyndafræði. Kitty fær hóp kvenna með sér í hvern þátt en markmið verkanna er meðal annars að styrkja sjálfstraust og líkamsímynd kvenna og hvetja þær til að sleppa fram af sér beislinu.
Heimildamyndin fylgir Kitty eftir í daglegu lífi og við vinnu á verkum sínum. Konurnar eru margar í lífi Kittyar, þær veita henni innblástur og verk hennar efla þær og styrkja á ólíkan máta.
Myndin var sýnd á Skjaldborgarhátíðinni í
Hægt er að fræðast um sýningartíma og miðasölu hér.