Ítarleg umfjöllun um gerð „Everest“

Baltasar Kormákur við tökur á Everest. (Mynd: Universal Pictures).
Baltasar Kormákur við tökur á Everest. (Mynd: Universal Pictures).

Útivistarvefurinn Outside birtir ítarlega umfjöllun um undirbúning og gerð Everest. Meðal annars er rætt við Baltasar Kormák, leikarana Jason Clarke, Jake Gyllenhaal og Josh Brolin, Tim Bevan framleiðanda og fjallgöngumennina Guy Cotter og David Breashears sem voru ráðgefandi við gerð myndarinnar.

Greinin er hin fróðlegasta lesning. Farið er í gegnum sýn Baltasars á verkið, leikaravalið, undirbúning og tökurnar sjálfar sem fram fóru í Nepal og í Dólómítafjöllunum á Ítalíu, en auk þess í Cinecittá myndverinu í Róm og Pinewood myndverinu í London.

Sjá hér: Hollywood Knocks Off ‘Everest’ at Last

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR