Anna Hafþórsdóttir, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Webcam, er í viðtali við Morgunblaðið. Almennar sýningar á myndinni hefjast á miðvikudag.
Hér má lesa brot úr viðtalinu:
„Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu, skoðaði þennan heim og komst að því að hann er mjög stór þrátt fyrir að ég hafi ekki vitað að hann væri til. Það eru allskonar stelpur að gera allskonar hluti og það eru miklir peningar í þessu fyrir þær sem eru virkastar og með aðdáendagrunn. Það eru menn sem koma aftur og aftur og stundum er eins og þeir verði ástfangnir af þeim,“ segir Anna og bætir hugsi við „Þetta er mjög skrítinn heimur.“
Anna fer með aðalhlutverkið í Webcam sem segir frá menntaskólanemanum Rósalind. Sú kynnist strák með gægjuhneigð og fer í kjölfarið að fækka fötum í beinni útsendingu.
„Hún er alltaf að leita að einhverju til að fylla upp í eitthvað tóm, svo finnur hún einhvern veginn köllun sína í að fækka fötum fyrir aðra og byrjar að gera það á internetinu. Hún hefur alltaf leitað að einhverri viðurkenningu og það er það sem hún fær út úr því að vera cam-stelpa þar sem hún er dáð af þúsundum um allan heim,“ segir Anna um Rósalind.
Sjá nánar hér: Tengir við fíknina