„Everest“ Baltasars Kormáks opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar

everest-poster-cropEverest í leikstjórn Baltasars Kormáks verður opnunarmynd Feyneyjahátíðarinnar sem fram fer 2.-12. september næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur leikstjóri á opnunarmynd einnar virtustu kvikmyndahátíðar heims.

Óskarsverðlaunamyndirnar Birdman og Gravity voru opnunarmyndir hátíðarinnar síðustu tvö árin en leikstjóri þeirrar síðarnefndu, Alfonso Cuarón er formaður dómnefndar hátíðarinnar í ár.

Kvikmyndavefurinn Deadline skýrir frá því að „magnað sjón­arspil“ mynd­ar­inn­ar hafi heillað evr­ópska kvikmyndahúsaeigendur við for­sýn­ingu myndarinnar í Barcelona í síðustu viku.

Ev­erest fjall­ar um tvo leiðangra fjall­göngu­manna á Ev­erest-fjall árið 1996 sem urðu illa úti í ofsa­veðri með þeim af­leiðing­um að átta leiðang­urs­menn fór­ust. Mynd­in skart­ar meðal ann­ars leik­ur­un­um Jake Gyl­len­haal, Josh Brol­in, Ja­son Cl­ar­ke og John Hawkes í aðal­hlut­verk­um.

Myndin verður frumsýnd á Íslandi og í Bandaríkjunum þann 18. september.

Feneyjahátíðin, sem stofnuð var 1932 og telst því elsta kvikmyndahátíð heims, er ásamt Berlínale og Cannes ein þriggja virtustu hátíða veraldar.

Sjá nánar hér: Baltasar Kormákur’s ‘Everest’ To Open Venice Film Festival

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR