Hrútar halda góðum dampi í miðasölunni og nálgast nú átta þúsund gesti eftir aðra sýningarhelgi.
1.522 sáu myndina um helgina en alls 4.749 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 7.992 manns. Myndin er í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi en var í fyrsta sæti fyrir viku.
Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, sígur úr sjöunda sæti í það áttunda eftir fimmtu sýningarhelgi, en 530 manns sáu hana í vikunni sem leið. Helgaraðsóknin nam 214 manns en heildaraðsókn er komin í 6.863 manns.
Fúsi Dags Kára er komin í 11.247 manns í heildaraðsókn. Hún færist upp um eitt sæti milli helga og er nú í 11. sæti eftir 11 sýningarhelgar. 100 sáu hana um helgina en alls 220 í vikunni.
Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 1.-7. júní 2015:
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDARAÐSÓKN |
---|---|---|---|
2 | Hrútar | 4.749 | 7.992 |
5 | Bakk | 530 | 6.863 |
11 | Fúsi | 220 | 11.247 |