Erlendur Sveinsson hefur verið skipaður í embætti forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands til fimm ára frá 1. október nk. að telja en hann var settur forstöðumaður safnsins árið 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Erlendur er kvikmyndagerðarmaður og hefur komið að starfsemi Kvikmyndasafns Íslands um áratugaskeið sem stjórnarmaður, ráðgjafi og starfsmaður auk þess sem hann gegndi starfi forstöðumanns safnsins frá 1980 til 1986.