„Það er unun að sjá nánd milli manna og dýra lýst eins meistaralega og raun ber vitni í þessari kvikmynd,“ segir Mikael Godö, gagnrýnandi hins norska Dagbladet í umsögn sinni um Hross í oss.
Hann bætir við:
„Myndin er hlaðin lífsglaðri orku, og snarpri framvindu. […] Í yfir þúsund ár hafa Íslendingar verið þekktir fyrir snaggaralegan frásagnarhátt. Þessi mynd er engin undantekning, ríkulegum húmor og nálægðinni við dýr er komið eftirminnilega til skila gegnum myndræna frásögn.“
Sjá nánar hér: Sjenerøs komedie – kultur – Dagbladet.no.