Valið, heimildamynd Daggar Mósesdóttur um heimafæðingar, hefur að undanförnu leitað stuðnings á Karolinafund fjárframlagavefnum. Nú eru aðeins þrír dagar eftir til að styðja heimildarmyndina en hún er komin upp í 146% af takmarkinu. Dögg segir á Facebook síðu sinni að upphæðin sé aðeins brot af framleiðslukostnaðnum og því meira sem komi inn, því betra fyrir myndina. Hún segist jafnframt óska eftir einni heimafæðingu í viðbót til að mynda, til að gefa góða og raunsæja mynd af heimafæðingarferlinu.