Bíó Paradís sýnir „Við erum bestar!“ eftir Lukas Moodysson

Úr Við erum bestar! eftir Lukas Moodysson.
Úr Við erum bestar! eftir Lukas Moodysson.

Almennar sýningar á nýjustu mynd sænska leikstjórans Lukas Moodysson, Vi är bäst! (Við erum bestar!), hefjast í Bíó Paradís á föstudag. Myndin hlaut áhorfendaverðlaun RIFF og var valin besta mynd Tokyohátíðarinnar á dögunum.

Myndin gerist 1982 og fjallar um Bobó, Klöru og Hedvig, þrjár þrettán ára stelpur sem bæði eru hugrakkar, sterkar, veiklyndar, ruglaðar og skrýtnar. Þær þurfa að sjá um sig sjálfar of snemma, og hita sér reglulega fiskifingur í örbylgjuofninum þegar foreldrarnir eru við vinnu. Þær stofna pönkhljómsveit án nokkurra hljóðfæra, jafnvel þó að samfélagið segi að pönkið sé dautt.

Sjá nánar hér: Við erum bestar!.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR