Um Klapptré
- Klapptré er fagmiðill um íslenskar kvikmyndir og sjónvarp.
- Klapptré birtir fréttir um það sem hæst ber hverju sinni í íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsheimi. Fréttaflutningur er byggður á siðareglum Blaðamannafélags Íslands.
- Klapptré birtir reglulega hverskyns viðhorf og vangaveltur um kvikmyndir og sjónvarp, þar með talið gagnrýni. Ýmsir pennar koma þar við sögu. Viðhorf þeirra þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf Klapptrés.
- Klapptré leggur áherslu á aðgengi að tölulegum upplýsingum um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann.
- Klapptré er sjálfstæður miðill. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.
- Klapptré lagar sig að því tæki sem þú kýst að nota til að skoða vefinn, hvort heldur sem er tölva, spjaldtölva eða snjallsími.
- Klapptré hóf göngu sína 16. september 2013.
Um ritstjóra
Ásgrímur Sverrisson hefur gert margskonar kvikmyndir og sjónvarpsefni í yfir 40 ár, þar með talið bíómyndir, leikið sjónvarpsefni, heimildamyndir, stuttmyndir og fjölbreytta dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Hann nam kvikmyndaleikstjórn við The National Film and Television School í Bretlandi og útskrifaðist þaðan 1994. Hann var einn stofnenda Eddunnar (1999) og mótaði og stýrði því verkefni sem framkvæmdastjóri fyrstu þrjú árin en sat síðan í stjórn ÍKSA 2001-2008 og aftur frá 2020. Hann var einn stofnenda Bíó Paradísar (2010) og dagskrárstjóri þess fyrstu árin. Hann hefur einnig stofnað og ritstýrt um langt skeið fjölmiðlum um íslenska kvikmyndagerð, þar á meðal Landi & sonum (1995-2008) og nú Klapptré (frá 2013), auk þess að fjalla um kvikmyndir í mörgum fjölmiðlum á Íslandi og erlendis. Ásgrímur hefur sinnt kennslu í kvikmyndagerð og kvikmyndasögu um árabil, sem og veitt ráðgjöf um handrit og kvikmyndaverk í vinnslu. Meðal nýlegra verka hans eru bíómyndin Reykjavík (2016) og heimildaþáttaröðin Ísland: bíóland – saga íslenskra kvikmynda (2021).