Wendy Ide hjá Screen skrifar frá Tallinn um Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson, en myndin vann aðalverðlaun Tallinn Black Nights hátíðarinnar um helgina.
Lauslega ofið safn smásagna sem hættir til að vera yfirborðskennt en tilfinning fyrir samfélagi og umhverfi er sannfærandi, segir Wendy Ide hjá Screen meðal annars í umsögn um Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins.
"Önnur kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar sýnir bæði blíðu og grimmd í heimi unglinga," skrifar Wendy Ide frá Berlínarhátíðinni í Screen um Berdreymi.
"Sterk íslensk frumraun sem vegur salt milli dulrænnar spennumyndar og absúrdkómedíu," segir Wendy Ide hjá Screen meðal annars í umsögn sinni frá Cannes hátíðinni um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson.
Wendy Ide hjá Screen skrifar um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur frá kvikmyndahátíðinni í Tallinn í Eistlandi og segir hana litla en ljúfa mynd sem sé lyft upp af heillandi frammistöðu ungu leikaranna.
Wendy Ide skrifar í Screen International um Eiðinn Baltasars Kormáks frá Toronto hátíðinni. Hún segir myndina einskonar blöndu af hörkutólamynd í anda Liam Neeson mynda og innilegs heimilisdrama, en tónninn sé ójafn.