Á dögunum hófst söfnun á Karolina Fund fyrir heimildamyndinni Vídeóspólan en höfundur myndarinnar er Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur. Myndin mun fjalla um ris og fall vídeóspólunnar á Íslandi og þá menningu sem skapaðist í kringum hana, deilurnar sem hún olli og breytingunum sem urðu vegna hennar.