Einkareknu ljósvakamiðlarnir á Íslandi hafa sent áskorun til stjórnvalda um að gera "nauðsynlegar, málefnalegar og tímabærar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði." Er þá bæði vísað til samkeppnisstöðu gagnvart erlendum aðilum og Ríkisútvarpinu.