Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar, hlaut Don Kíkóta verðlaunin sem FICC (International Federation of Film Societies) samtökin veittu á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tromsø í Noregi sem lauk 22. janúar. Guðmundur Arnar var viðstaddur hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku.