Trine Dyrholm mun fara með titilhlutverkið í sjónvarpsseríunni Danska konan í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, sem hann skrifaði í samvinnu við Ólaf Egil Egilsson. „Það stefnir í að upptökur geti hafist í Reykjavík næsta vor á Dönsku konunni sem er sex þátta sjónvarpssería sem RÚV og DR koma að ásamt öðrum," segir Benedikt í samtali við Morgunblaðið.