Í tilefni þess að pólska kvikmyndin United States of Love verður sýnd á RIFF, endurbirtum við viðtal Ásgeirs H. Ingólfssonar við leikstjórann Tomasz Wasilewski sem tekið var á Berlínarhátíðinni síðustu þar sem myndin hlaut verðlaun fyrir besta handritið (viðtalið birtist upphaflega þann 10. mars s.l.).
Ásgeir H. Ingólfsson, sérlegur útsendari Klapptrés á nýafstaðinni Berlínarhátíð, ræddi við pólska leikstjórann Tomasz Wasilewski um mynd hans United States of Love, en Wasilewski var valinn besti handritshöfundurinn á hátíðinni.