Sigurður Sverrir Pálsson og Erlendur Sveinsson frumsýna heimildamynd sína Þvert á tímann þann 16. desember, en myndin fjallar um dag í lífi Matthíasar Johannessen skálds og fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins. Hér segja þeir frá því hvernig myndin var gerð og hversvegna tók næstum tvo áratugi að klára hana.
Erlendur Sveinsson og Sigurður Sverrir Pálsson frumsýna heimildamynd sína Þvert á tímann í Háskólabíói sunnudaginn 16. desember. Myndin lýsir einum degi í lífi Matthíasar Johannessen skálds og ritstjóra, en tökur fóru að mestu fram 2000-2001.