Þröstur Leó Gunnarsson verður heiðursgestur Pigeon International Film Festival (PIFF) sem haldin verður í þriðja sinn á Ísafirði dagana 12.-14. október.
Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar Á ferð með mömmu.