Í dag var undirritaður nýr þjónustusamningur milli Ríkisútvarpsins og mennta- og menningarmálaráðherra. Meðal þess helsta sem snýr að bransanum er að auknu fé verður veitt til samframleiðslu og kaupa á efni frá sjálfstæðum framleiðendum, auk þess sem ráðist verður í sérstakt átak til að auka leikið efni í sjónvarpi.