Níu íslensk kvikmyndaverkefni á mismunandi stigum framleiðsluferlis verða hluti af alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugasundi, sem fer fram 20.-26. ágúst í Noregi. Verkefnin sem um ræðir eru Tryggðarpantur, War is Over,The Wind Blew On, Vetrarbræður, East by Eleven, The Damned, Martröð, Pale Star og The Wall.
Heather Millard og Þórður Jónsson hjá Compass Films eru meðframleiðendur The Wall, norsk/írskrar heimildamyndar um N-Kóreu sem á dögunum bar sigur úr býtum í flokki mannréttindakvikmynda á kvikmyndahátíðinni í Galway á Írlandi.