Nemendur Kvikmyndaskólans eru ósáttir við áform um að færa námið undir Tækniskólann og gagnrýna málsmeðferð stjórnvalda. Skólameistari Tækniskólans segir forgangsmál að tryggja hagsmuni nemenda Kvikmyndaskólans.
Rektor og starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands mótmælir harðlega þeim áformum Menntamálaráðuneytis að láta Tækniskólann taka við útskriftarnemendum Kvikmyndaskólans.
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan Tækniskólans.