Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur gengið til samstarfs við norræna framleiðslufyrirtækið The Global Ensemble Drama og Diprente Media í Suður-Afríku um gerð kvikmyndar sem byggð er á metsölubók sænska rithöfundarins Jonas Jonasson, Stúlkan sem bjargaði konungi Svíþjóðar.