Pigeon International Film Festival (PIFF) stendur nú yfir á Ísafirði í fjórða sinn. Opnunarmynd hátíðarinnar síðastliðið fimmtudagskvöld var heimildamyndin Afsakið meðanað ég æli eftir Spessa.
Þorgeir Tryggvason skrifar um Afsakið meðanað ég æli eftir Spessa í Morgunblaðið og segir meðal annars að myndin sé stórfín sem það sem hún er, en bankar ekki af neinum krafti í helgimyndina af einum af okkar helstu helgimyndabrjótum.