Ungverski leikmyndahönnuðurinn Lázlo Rajk er einn heiðursgesta Stockfish hátíðarinnar í ár, en hann gerði meðal annars leikmyndina í kvikmyndinni Son of Saul sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna. Rajk vinnur þessa daga með Kristínu Jóhannesdóttur að kvikmyndinni Alma. Fréttablaðið ræddi við hann.
Ungverska kvikmyndin Son of Saul eftir László Nemes verður frumsýnd á Stockfish hátíðinni annað kvöld kl. 20:30 að viðstöddum leikmyndahönnuði myndarinnar, László Rajk. Myndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin og er henni víða spáð verðlaununum.