Söfnun sem staðið hefur yfir á Karolina Fund að undanförnu fyrir stafrænum sýningarbúnaði (DCP) í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði er í höfn, nú þegar rúmur sólarhringur er eftir af söfnuninni.
Aðstandendur Skjaldborgar – hátíðar íslenskra heimildamynda, vilja vekja athygli á söfnun sem nú stendur yfir á Karolinafund til kaupa á stafrænu sýningarkerfi fyrir Skjaldborgarbíó á Patreksfirði og munu standa fyrir góðgerðarsamkomu í Bíó Paradís þessu til stuðnings. Herlegheitin fara fram laugardaginn 28. nóvember milli 16-18.
Skjaldborgarbíó á Patreksfirði, sem verið hefur vettvangur samnefndrar hátíðar íslenskra heimildamynda í mörg ár, safnar nú fyrir stafrænum sýningarbúnaði (DCP) á Karolina Fund hópfjármögnunarsíðunni.