Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur og í framleiðslu Helgu Rakelar Rafnsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem lauk í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn sem þær Hulda og Helga hljóta þessi verðlaun en þær unnu einnig fyrir Kjötborg 2008.
Garn Unu Lorentsen, Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur, Heiti potturinn eftir Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur og Rúnturinn 1 eftir Steingrím Dúa Másson eru meðal þeirra 25 mynda sem sýndar verða á tíundu Skjaldborgarhátíðinni sem fram fer á Patreksfirði dagana 13.-16. maí.
Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda – verður haldin í tíunda sinn á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina næstkomandi, 13.-15. maí. Í ár verða frumsýndar 13 nýjar íslenskar heimildamyndir, auk nokkurra verka í vinnslu. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er spænski kvikmyndagerðarmaðurinn Jose Luis Guerin.
Skjaldborg-hátíð íslenskra heimildamynda, verður haldin um hvítasunnuhelgina, 13.-16. maí í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. Umgjörðin verður með sérstaklega glæstu sniði í ár þar sem hátíðin fagnar 10 ára afmæli.